عن الملكية الفكرية التدريب في مجال الملكية الفكرية إذكاء الاحترام للملكية الفكرية التوعية بالملكية الفكرية الملكية الفكرية لفائدة… الملكية الفكرية و… الملكية الفكرية في… معلومات البراءات والتكنولوجيا معلومات العلامات التجارية معلومات التصاميم الصناعية معلومات المؤشرات الجغرافية معلومات الأصناف النباتية (الأوبوف) القوانين والمعاهدات والأحكام القضائية المتعلقة بالملكية الفكرية مراجع الملكية الفكرية تقارير الملكية الفكرية حماية البراءات حماية العلامات التجارية حماية التصاميم الصناعية حماية المؤشرات الجغرافية حماية الأصناف النباتية (الأوبوف) تسوية المنازعات المتعلقة بالملكية الفكرية حلول الأعمال التجارية لمكاتب الملكية الفكرية دفع ثمن خدمات الملكية الفكرية هيئات صنع القرار والتفاوض التعاون التنموي دعم الابتكار الشراكات بين القطاعين العام والخاص أدوات وخدمات الذكاء الاصطناعي المنظمة العمل مع الويبو المساءلة البراءات العلامات التجارية التصاميم الصناعية المؤشرات الجغرافية حق المؤلف الأسرار التجارية أكاديمية الويبو الندوات وحلقات العمل إنفاذ الملكية الفكرية WIPO ALERT إذكاء الوعي اليوم العالمي للملكية الفكرية مجلة الويبو دراسات حالة وقصص ناجحة في مجال الملكية الفكرية أخبار الملكية الفكرية جوائز الويبو الأعمال الجامعات الشعوب الأصلية الأجهزة القضائية الموارد الوراثية والمعارف التقليدية وأشكال التعبير الثقافي التقليدي الاقتصاد المساواة بين الجنسين الصحة العالمية تغير المناخ سياسة المنافسة أهداف التنمية المستدامة التكنولوجيات الحدودية التطبيقات المحمولة الرياضة السياحة ركن البراءات تحليلات البراءات التصنيف الدولي للبراءات أَردي – البحث لأغراض الابتكار أَردي – البحث لأغراض الابتكار قاعدة البيانات العالمية للعلامات مرصد مدريد قاعدة بيانات المادة 6(ثالثاً) تصنيف نيس تصنيف فيينا قاعدة البيانات العالمية للتصاميم نشرة التصاميم الدولية قاعدة بيانات Hague Express تصنيف لوكارنو قاعدة بيانات Lisbon Express قاعدة البيانات العالمية للعلامات الخاصة بالمؤشرات الجغرافية قاعدة بيانات الأصناف النباتية (PLUTO) قاعدة بيانات الأجناس والأنواع (GENIE) المعاهدات التي تديرها الويبو ويبو لكس - القوانين والمعاهدات والأحكام القضائية المتعلقة بالملكية الفكرية معايير الويبو إحصاءات الملكية الفكرية ويبو بورل (المصطلحات) منشورات الويبو البيانات القطرية الخاصة بالملكية الفكرية مركز الويبو للمعارف الاتجاهات التكنولوجية للويبو مؤشر الابتكار العالمي التقرير العالمي للملكية الفكرية معاهدة التعاون بشأن البراءات – نظام البراءات الدولي ePCT بودابست – نظام الإيداع الدولي للكائنات الدقيقة مدريد – النظام الدولي للعلامات التجارية eMadrid الحماية بموجب المادة 6(ثالثاً) (الشعارات الشرفية، الأعلام، شعارات الدول) لاهاي – النظام الدولي للتصاميم eHague لشبونة – النظام الدولي لتسميات المنشأ والمؤشرات الجغرافية eLisbon UPOV PRISMA UPOV e-PVP Administration UPOV e-PVP DUS Exchange الوساطة التحكيم قرارات الخبراء المنازعات المتعلقة بأسماء الحقول نظام النفاذ المركزي إلى نتائج البحث والفحص (CASE) خدمة النفاذ الرقمي (DAS) WIPO Pay الحساب الجاري لدى الويبو جمعيات الويبو اللجان الدائمة الجدول الزمني للاجتماعات WIPO Webcast وثائق الويبو الرسمية أجندة التنمية المساعدة التقنية مؤسسات التدريب في مجال الملكية الفكرية الدعم المتعلق بكوفيد-19 الاستراتيجيات الوطنية للملكية الفكرية المساعدة في مجالي السياسة والتشريع محور التعاون مراكز دعم التكنولوجيا والابتكار نقل التكنولوجيا برنامج مساعدة المخترعين WIPO GREEN WIPO's PAT-INFORMED اتحاد الكتب الميسّرة اتحاد الويبو للمبدعين WIPO Translate أداة تحويل الكلام إلى نص مساعد التصنيف الدول الأعضاء المراقبون المدير العام الأنشطة بحسب كل وحدة المكاتب الخارجية المناصب الشاغرة المشتريات النتائج والميزانية التقارير المالية الرقابة
Arabic English Spanish French Russian Chinese
القوانين المعاهدات الأحكام التصفح بحسب الاختصاص القضائي

Act No. 34/1944 of June 17, 1944, on the National Flag of Iceland (as amended up to Act No. 32/2019 of May 15, 2019)، إيسلندا

عودة للخلف
أحدث إصدار في ويبو لِكس
التفاصيل التفاصيل سنة الإصدار 2019 تواريخ نص معدّل حتى : 1 يوليو 2019 بدء النفاذ : 24 أغسطس 1944 نص منشور : 17 أغسطس 1944 نوع النص قوانين ذات صلة بالملكية الفكرية الموضوع العلامات التجارية، مواضيع أخرى ملاحظات This consolidated version of Act No. 34/1944 of June 17, 1944, on the National Flag of Iceland (which was republished on October 1, 2020) takes into account amendments up to Act No. 32/2019 of May 15, 2019, on Amendments to Various Laws due to the Name of the Icelandic Patent Office (Change of the Institution Name).

المواد المتاحة

النصوص الرئيسية النصوص ذات الصلة
النصوص الرئيسية النصوص الرئيسية بالإيسلندية Lög nr. 34/1944 frá 17. júní 1944, um þjóðfána Íslendinga (Breytt með: Lög nr. 32/2019 frá 15. maí 2019)        

Lagasafn (útgáfa 150c) – Íslensk lög 1. október 2020 Nr. 34 1944 1

1944 nr. 34 17. júní [Lög um þjóðfána Íslendinga og ríkis- skjaldarmerkið] 1)

1) L. 67/1998, 13. gr.

Tóku gildi 24. ágúst 1944. Breytt með: L. 67/1998 (tóku gildi 24. júní 1998). L. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 28/2016 (tóku gildi 3. maí 2016). L. 32/2019 (tóku gildi 1. júlí 2019).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við forsætisráðherra eða forsætis- ráðuneyti sem fer með lög þessi.

1. gr. Hinn almenni þjóðfáni Íslendinga er heiðblár með mjall-

hvítum krossi og eldrauðum krossi innan í hvíta krossinum. Armar krossanna ná alveg út í jaðra fánans, og er breidd þeirra 2/9, en rauða krossins 1/9 af fánabreiddinni. Bláu reitirnir eru rétthyrndir ferhyrningar: stangarreitirnir jafnhliða og ytri reitirnir jafnbreiðir þeim, en helmingi lengri. Hlutfallið milli breiddar fánans og lengdar er 18:25.

2. gr. Ríkisstjórn, Alþingi og aðrar opinberar stofnanir svo og

fulltrúar [þess ráðuneytis er fer með utanríkismál]1) erlendis skulu nota þjóðfánann klofinn að framan: tjúgufána.

Tjúgufáninn er að því leyti frábrugðinn hinum almenna þjóðfána, að ytri reitir hans eru þrefalt lengri en stangar- reitirnir og klauf upp í hann að framan, skorin eftir bein- um línum, dregnum frá ytri hornum fánans inn að miðlínu hans. Línur þessar skera innjaðra ytri reitanna, þar sem sam- an koma 4/7 ytri og 3/7 innri hlutar lengdar þeirra. Þar, sem línur þessar nema við arm rauða krossins, er hann þverskor- inn.

[Tollgæslufáni er tjúgufáni með silfurlitu upphafstéi (T) í efra stangarreit miðjum.]2)

1) L. 126/2011, 20. gr. 2) L. 67/1998, 1. gr.

3. gr. [Fáni forseta Íslands er hinn íslenski tjúgufáni, en í hon-

um, þar sem armar krossmarksins mætast, skjaldarmerki Ís- lands og skjaldberar í hvítum, ferhyrndum reit.]1)

1) L. 67/1998, 2. gr.

4. gr. Engin önnur merki en þau, er greinir í 2. og 3. gr., má nota

í þjóðfánanum. 5. gr. Tjúgufánann má aðeins nota á húsum og við hús, sem not-

uð eru að öllu eða mestu leyti í þágu ríkis eða ríkisstofnana, nema um sé að ræða heimili eða embættisskrifstofu fulltrúa [þess ráðuneytis er fer með málefni sendiráða, fastanefnda og ræðisskrifstofa Íslands erlendis].1) Þótt hús sé eign ríkis eða ríkisstofnana, má ekki nota tjúgufánann á því, ef leigt er að mestu eða öllu einstökum mönnum eða einkastofnun- um. Hins vegar má nota tjúgufánann á húsi, sem er í eign einstakra manna eða einkastofnana, ef ríkið eða ríkisstofnan- ir hafa húsið á leigu og nota það að öllu eða mestu leyti til sinna þarfa.

[Tjúgufánann má aðeins nota á skipum sem eru í eign ríkis eða ríkisstofnana og notuð í þeirra þarfir. Ef ríkið tekur skip á leigu til embættisþarfa (strandgæslu, tollgæslu, póstflutn- ings, vitaeftirlits, hafnsögu o.s.frv.) má það nota tjúgufánann af þeirri gerð sem við á skv. 2. og 3. gr.]2)

1) L. 126/2011, 20. gr. 2) L. 67/1998, 3. gr.

6. gr. Þjóðfánann skal draga að hún á þar til gerðri stöng. Á hús-

um getur stöngin verið annaðhvort beint upp af þaki hússins eða gengið út frá hlið þess, enda sé stönginni í báðum til- fellum komið fyrir á smekklegan hátt. Enn fremur má nota stöng, sem reist er á jörðu. Á skipum skal stönginni komið fyrir í skut eða á ásenda aftur af því siglutré, sem aftast er. Ef um smáskip eða báta er að ræða, má draga fánann að hún á siglutré, eða aftasta siglutré, ef fleiri eru en eitt.

7. gr. Með [reglugerð]1) skal kveða á um fánadaga og hve lengi

dags fánanum megi halda við hún.2) 1)

L. 67/1998, 4. gr. 2) Forsúrsk. 5/1991.

8. gr. [Nú rís ágreiningur um rétta notkun þjóðfánans og fer þá

um rannsókn málsins að hætti [sakamála],1) en [ráðuneytið]2)

sker úr um ágreininginn, [sbr. þó 11. mgr. 12. gr. um eftirlit Neytendastofu].3)]4)

1) L. 88/2008, 234. gr. 2) L. 126/2011, 20. gr. 3) L. 28/2016, 1. gr. 4) L. 67/1998,

5. gr.

9. gr. Sýnishorn af réttum litum og hlutföllum þjóðfánans skal

vera til á vissum stöðum, sem [ráðuneytið]1) ákveður og aug- lýsir, svo og hjá öllum lögreglustjórum. Bannað er að hafa á boðstólum, selja eða leigja aðra fána en þá, sem gerðir eru með réttum litum og réttum hlutföllum reita og krossa.

1) L. 126/2011, 20. gr.

10. gr. Lögreglan skal hafa eftirlit með því, að enginn noti þjóð-

fána, sem er ekki í samræmi við [ákvæði laga þessara, þar á meðal]1) sýnishorn þau, er greinir í 9. gr., eða svo upplitaður eða slitinn, að verulega frábrugðinn sé réttum fána um lit og stærðarhlutföll reita. Má gera slíka fána upptæka, ef notað- ir eru á stöng eða sýndir úti eða inni, þar sem almenningur getur séð þá.

1) L. 67/1998, 7. gr.

11. gr. Lög þessi ná til allra þjóðfána, sem notaðir eru á venju-

legan hátt, svo að almenningur eigi kost á að sjá þá úti eða inni, en ekki til skrautfána, borðfána eða því um líkra fána, sem þó skulu jafnan vera gerðir þannig, að réttir séu litir og stærðarhlutföll reita og krossa.

[Lög þessi ná jafnframt, eftir því sem við á, til hvers kon- ar skírskotana til eða eftirlíkinga af þjóðfánanum, svo sem áprentana og myndvarpana.]1)

1) L. 67/1998, 8. gr.

12. gr. Enginn má óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki. Óheimilt er að nota þjóðfánann sem einkamerki einstak-

linga, félaga eða stofnana eða auðkennismerki á aðgöngu- miðum, samskotamerkjum eða öðru þess háttar. [Óheimilt er að nota fánann í firmamerki.]1)

[Heimilt er að nota hinn almenna þjóðfána í merki, sbr. þó 2. mgr., eða á söluvarning, umbúðir um eða auglýsingu á vöru eða þjónustu sé vara eða starfsemi sú sem í hlut á íslensk og fánanum ekki óvirðing gerð.

Vara telst íslensk ef hún er: a. framleidd hér á landi úr innlendu hráefni, b. framleidd hér á landi úr innfluttu hráefni að hluta eða

öllu leyti, enda hafi hún hlotið nægilega aðvinnslu hérlendis.

2 Nr. 34 1944 Lagasafn (útgáfa 150c) – Íslensk lög 1. október 2020

Þrátt fyrir b-lið 4. mgr. telst vara ekki íslensk ef hún er framleidd úr innfluttu hráefni sem telst vera einkennandi hluti vörunnar og er eðlislíkt:

a. búvöru, þ.m.t. afurðum eldisfiska, sem er ræktuð hér á landi,

b. vöru sem er framleidd hér á landi á garðyrkjubýli, gróðrarstöð eða garðyrkjustöð,

c. nytjastofnum sjávar sem veiddir eru af íslenskum skip- um innan íslenskrar fiskveiðilandhelgi.

Hönnunarvara telst íslensk ef hún er hönnuð af íslenskum aðila undir íslensku vörumerki þótt hún sé framleidd erlend- is úr erlendu hráefni, enda sé ekki um að ræða hráefni sem er eðlislíkt innlendu hráefni sem telst hafa séríslenskan upp- runa, einkenni eða eiginleika. Ef hönnunarvara er framleidd erlendis skal framleiðsluland vörunnar jafnframt koma fram.

Hugverk telst íslenskt ef það er samið eða skapað af ís- lenskum aðila.

Neytendastofa veitir leyfi fyrir notkun þjóðfánans í vöru- merki sem skal skrásetja hjá [Hugverkastofunni].2)]1)

Nú hefur verið skrásett af misgáningi vörumerki, þar sem notaður er þjóðfáninn án heimildar, og skal þá afmá það úr vörumerkjaskrá samkvæmt kröfu [ráðuneytisins].3)

[Óheimilt er að selja eða bjóða til sölu vörur af erlendum uppruna ef á þær eða umbúðir þeirra hefur verið sett mynd af íslenska fánanum.]4)

[Neytendastofa fer með eftirlit með notkun almenna þjóð- fánans skv. 2.–10. mgr. Um málsmeðferð Neytendastofu, úr- ræði og viðurlög vegna brota á tilgreindum ákvæðum og um

kærurétt til áfrýjunarnefndar neytendamála fer að öllu leyti eftir ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og mark- aðssetningu.

Ráðherra sem fer með málefni neytendamála er heim- ilt með reglugerð5) að setja nánari ákvæði um skilyrði fyrir notkun fánans samkvæmt ákvæði þessu, svo sem um hvað teljist nægileg aðvinnsla, um mat á því hvað teljist einkenn- andi hluti vöru og eðlislíkt hráefni og um skilgreiningu fram- leiðslulands.]1)

1) L. 28/2016, 2. gr. 2) L. 32/2019, 9. gr. 3) L. 126/2011, 20. gr. 4) L. 67/1998, 9.

gr. 5) Rg. 618/2017.

[12. gr. a. Skjaldarmerki Íslands er auðkenni stjórnvalda ríkisins.

Notkun ríkisskjaldarmerkisins er þeim einum heimil.]1) 1)

L. 67/1998, 10. gr.

13. gr. [[Ráðuneytið]1) setur með reglugerð2) sérstök ákvæði til

skýringar ákvæðum laga þessara.]3) 1)

L. 126/2011, 20. gr. 2) Leiðbeiningar 222/1966. Augl. A 32/2016. 3) L. 67/ 1998, 11. gr.

14. gr. Brot gegn 4. og 5. gr. og 1. mgr. 12. gr. varða sektum . . . 1)

eða fangelsi allt að einu ári. Brot gegn öðrum ákvæðum laga þessara og gegn forseta-

úrskurðum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim varða sektum.

. . . 2) 1) L. 67/1998, 12. gr. 2) L. 88/2008, 234. gr.


التشريعات يُعدّله (2 نصوص) يُعدّله (2 نصوص)
لا توجد بيانات متاحة.

ويبو لِكس رقم IS125